VALMYND ×

Furðusögur og forynjur

Alexander Dan og Hildur Knútsdóttir. (Mynd: rsi.is)
Alexander Dan og Hildur Knútsdóttir. (Mynd: rsi.is)

Í morgun komu rithöfundarnir Hildur Knútsdóttir og Alexander Dan í heimsókn og töluðu við unglingana okkar um störf rithöfunda. Þau eru bæði furðusagnahöfundar og fjölluðu um slíkar sögur í bókmenntum og poppmenningu og hvernig megi nýta íslenskan sagna- og menningararf til að skapa nýstárlegar og spennandi sögur. Furðusagnahöfundar skrifa ekki bara skáldsögur heldur einnig teiknimyndasögur, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tölvuleiki. Fantasían og vísindaskáldsagan eru alls staðar í dægurmenningunni í dag og því möguleikarnir fjölbreyttir og miklir.

Heimsókn þeirra Hildar og Alexanders er í tengslum við verkefnið Skáld í skólum, sem er bókmenntadagskrá fyrir grunn- og leikskóla í boði höfundamiðstöðvar Rithöfundasambands Íslands.

Deila