VALMYND ×

Netumferðarskólinn

Í dag komu fulltrúar frá Fjölmiðlanefnd og Persónuvernd í heimsókn í 4. - 7. bekk. Þeir fóru yfir ýmsa þætti sem þarf að hafa í huga varðandi netöryggi og samfélagsmiðla, t.d. mynddeilingar, samþykki, samskipti, persónuupplýsingar, stafrænt fótspor, miðlalæsi og gagnrýna hugsun. Það eru margar hættur og gildrur sem leynast á netinu og því nauðsynlegt að kenna börnum og unglingum að vara sig. Við hvetjum foreldra til að skoða þessar leiðbeiningar sem má finna hér fyrir neðan.

Umboðsmaður barna: https://www.barn.is/netid-samfelagsmidlar-og-born/leidbeiningar-til-foreldra/ 

Upplýsingar um miðlalæsi https://midlalaesi.is/ 

 

Deila