VALMYND ×

Rithöfundur í heimsókn

Undanfarna daga hafa börnin á yngsta stiginu unnið með bókina ,,Svona tala ég" eftir Helen Cova. Markmiðið með verkefninu er m.a. að nemendur kynnist menningarlegri fjölbreytni, geti sett sig í spor innflytjenda og upplifi hve íslenska jafnt sem önnur tungumál eru mikilvæg. Af þessu tilefni heimsótti svo rithöfundurinn Helen Cova 1. - 4. bekk nú í vikunni. Hún las fyrir börnin upp úr nýjustu barnabók sinni ,,Svona tala ég" og sagði frá því hvernig hún vann með hinum 8 ára Davíð Stefánssyni við að myndskreyta bók sína ,,Snúlla finnst erfitt að segja nei". Börnin fengu svo tækifæri til að spyrja hana um hvernig það sé að vera rithöfundur.

Við erum sannarlega heppin að hafa barnabókahöfund í Ísafjarðarbæ og þökkum Helen kærlega fyrir heimsóknina.

Deila